Maí og júní á Bergi

Loksins kom sumarið með sínum góðviðrisdögum. Við höfum nýtt allan auða tíma sem við höfum haft og leikið okkur úti í góðaveðrinu. Allt verður svo mikið skemmtilegra í góðu veðri.

Við höfum brallað ýmislegt þessa síðustu mánuði, Við héldum sumarhátíð og fengum forsetann í heimsókn þar sem Akrasel fékk UNESCO viðurkenningu fyrst allra leikskóla á Íslandi. Við höfum farið i allskonar ferðir en skemmtilegust var þó útskriftarferðin í Skorradal, þar skemmtu allir sér mjög vel. Við fengum að fara í heimsókn á slökkvistöðina og fengum smá fræðslu og fengum að prófa brunaslöngurnar það var heldur betur fjör og svo margt fleira.

 

Hægt er að sjá fleiri myndir hér