Febrúar 2023

Í febrúar var nóg að gera hjá okkur á Bergi.

Dagur leikskólans:

Börnin gerðu hristur úr endurnýtanlegum efnivið. Hvert barn skreytti sína hristu og í tilefni dagsins var rauður dagur á Bergi. En hver deild valdi sér sitt litarþema. Klukkan 10.00 sameinuðumst við öllum nemendum og starfsmönnum í Akraseli í stóra skrúðgöngu í kringum leikskólasvæðið. Sungum vel valin leikskólalög og undirspilið sáu börnin um þegar þau léku á hljóðfærin sín, hver með sínu nefi. :)

Konudagurinn var haldinn hátíðlegur og buðu börnin konunum í lífi sínu í morgunkaffi. Var einstaklega gaman að sjá allar konurnar í lífi barnanna ykkar þennan dag. Drengirnir á deildinni höfðu föndrað blóm handa stelpunum og afhentu þeir þeim blómin í samverstundinni eftir kaffi.

Bolludagur, sprengidagur og öskudagur: . Á öskudaginn komu börnin í búningum eða náttfötum/kósýfötum, fallegur leikur var inni á deild um morguninn og kl. 10.15 hittust börnin á Hömrum inni í sal og var kötturinn sleginn úr tunnunni. Enginn köttur var þó í tunnunni heldur voru þær fullar af litlum rúsínukössum svo þegar börnin voru búin að næra sig aðeins af rúsínum var haldið smá ball í salnum.

Börn og starfsfólk skemmtu sér konunlega vel þennan dag.

 

 

Leikur inni:

 

 

   

Útivera: 

Við höfum verið mjög dugleg að leika úti í allskonar veðráttu og hafa rassaþoturnar verið vinsælastar í leikfangavali í útiveru og þá er nú gott að vera með góða brekki og hól á leikskólalóðinni.

 

 

Ævintýraferðir:

Fílahópur hefur fengið að fara aftur í skógræktina í ævintýraferðir og viðgerð á salernisaðstöðu er lokið ;) Það var gaman að sjá hversu spennt börnin voru að komast aftur í skógræktina sem segir okkur að þeim líður vel þar.

   

Mýsluhópur hefur verið duglegur að fara í gönguferðir þó höfum við einstaka sinnum leikið okkur í garðinum vegna veðurs. Fyrir ykkur sem ekki vita að þá förum við ekki út fyrir girðingu ef gul viðvörun er í gangi öryggisins vegna og það á við allar deildir í í leikskólanum.

 

Umhverfismennt:

Ormarnir okkar vaxa, dafna og fjölga sér enda erum við dugleg að gefa þeim að borða reglulega. Börnunum finnst alltaf jafn gaman þegar ormakassinn er opnaður þá flykkjast þau að honum og kíkja á ormana sína, gefa þeim mat, skoða þá og klappa þeim aðeins.

Moltutunnurnar á deild eru tæmdar reglulega en þegar tunnan er orðin full er henni lokað og sett inn á baðherbergi. Þegar við erum búin að fylla eina tunnu þá förum við með elstu tunnuna inni út í garð og tæmum hana í Jarðgerði. Moltutunnan er ekki opnuð þegar hún er komin inn á bað eingöngu vökvinn tæmdur. Börnunum finnst alltaf gaman að fá að koma með og tæma tunnuna í jarðgerði. Lyktin er oft ekkert rosalega góð og finnst þeim gaman að fá að kíkja inn í Jarðgerði þar sem matarafgangarnir eru að rotna og breytast í mold hægt og rólega.

Við erum byrjuð að flokka eftir nýju flokkunarreglunum á deildinni og munum við safna í poka glerkrukkum og áldósum til að geta labbað með það í endurvinnslugámana við Byggðasafnið.

 

   

Skipulagt starf:

2018: Jóga, Stærðfræði og sköpun gengur mjög vel og er stöðvavinna alla þriðjudaga kl. 9.30 til 11.00. Jafnframt fer 2018 hópurinn í Lubbastund en þau voru að klára málhljóðið Ö og næst fara þau að vinna með Á. Á mánudögum fara stelpurnar á Gljúfri og Bergi í göngutúr annan hvern mánudag og þá eru strákarnir á Gljúfri og Bergi að leika inni. Hina vikuna fara strákarnir í göngutúr og stelpurnar eru þá inni að leika.

2019: Stöðvavinna er alla mánudaga frá kl. 09.30 til kl. 11.00 með Gljúfri. Börnunum á báðum deildum er skipt í 3 hópa sem fara svo í Jóga, Lubba og sköpun. Þessi vinna gengur mjög vel og eru börnin nýbúin með V og byrjuð að vinna með málhljóðið fyrir H.

 

 

 

Hérna er svo hægt að nálgast fleiri myndir úr starfi okkar í febrúar 

Hér er fyrri hluti febrúar

Hér er seinni hluti febrúar