Febrúar á Bergi

Febrúar hefur verið mjög viðburðaríkur mánuður hjá okkur á Bergi.

 

Við héldum upp á dag leikskólans þann 4. febrúar, fórum í skrúðgöngu og spiluðum á hljóðfæri sem við föndruðum sjálf.

 

Við fengum íþróttaálfinn og Sollu stirðu í heimsókn.

 

 

Við héldum upp á konudaginn og föndruðu strákarnir blóm og gáfu stelpunum.

 

Þó að febrúar hafi boðið okkur upp á allskonar veður og viðvaranir þá vorum við mjög dugleg að vera úti þegar færi gafst.

Einnig gerðu við margt annað skemmtilegt í mánuðinum og er hægt að sjá fleiri myndir hér