Við notuðum góða veðrið í ágúst til að vera sem mest úti. Við fórum meðal annars í gönguferðir, skoðuðum umhverfið, týndum rusl í kringum leikskólann og prófuðum hina ýmsu leikvelli.
Veðrið lék við okkur í ágúst, við vorum mikið í útileikjum og einnig nýttum við tækifærið og fórum á Langasandinn þar sem börnin fengu að vaða að vild. Enduðum þá ferð á Aggapalli og snæddum hádegismatinn þar.
Þórður Sævarsson (Doddi) bauð elstu árgöngum á Akranesi að koma í heimsókn til sín í smiðjuloftið. Hann bauð upp á allskonar leiki og klifur sem slógu heldur betur í gegn hjá börnunum.
Hægt er að nálgast fleiri myndir frá starfinu okkar í ágúst hér, hér og hér