Ágúst 2022 á Bergi

Aðlögun og fyrsta vikan á Berg

Fyrstu vikurnar á Bergi hafa gengið rosalega vel og gaman að sjá hvað börnin eru dugleg að aðlagast breytingunum.

Mánudaginn 8. ágúst þá byrjuðu börnin daginn á Tjörn og borðuðu morgunmatinn þar. Klukkan 09.00 hófust flutningar af Tjörn yfir og Berg og voru börnin einstaklega spennt á áhugasöm um að flytja yfir á nýja deiild.

Fyrstu vikuna vorum við bara að kynnast börnunum og þau okkur og aðlagast nýju umhverfi og starfsfólki. Ný börn byrjuðu á deildinni sem hafa aðlagast vel. Útivera og frjáls leikur einkenndi fyrstu vikuna okkar.+

      

      

Frjáls leikur:

Frjáls leikur ásamt útiveru hefur verið alls ráðandi í ágúst mánuði. Börnin eru öll að aðlagast vel á deildinni og í september byrjar skipulagt starf aftur. Lubbi, jóga, myndlist, ævintýraferðir hjá 2018 hópnum og gönguferðir hjá 2019 hópnum.

    

 

Ævintýraferðir

Mánudaginn 15. ágúst fórum við í okkar fyrstu ævintýraferð. Veðrið var falleg og ákváðum við að ganga niður að Langasandi. Þar lékum við okkur í góða stund og nutum okkar í botn. Áður en við héldum heim að borða fengum við okkur vatn að drekka og svo var haldið áfram heim.

 

 

Gönguferðir

Á þriðjudeginum 16. ágúst fórum við í gönguferð á leiksvæði hérna rétt hjá leikskólanum. Við tókum eplin með okkur og höfðum við ávaxtastundina úti þennan daginn.

 

 

Blæ

 Börnin eru að föndra heimili fyrir Blæ. Þar mun Blæ vera og geta þau nálgast Blæ ef þau þurfa á henni að halda.

Ormarnir:

Börnin hjálpa okkur að gefa ormunum á Bergi að borða og er mikil spenna að fylgjast með þeim þegar við opnum kassann og setjum matinn og stoðefnin með.

    

   

Moltan:

Við höldum áfram að molta á deildinni. Börnin eru dugleg að passa upp á að henda afgöngum af ávöxtum ofan í moltutunnuna sem og brauði. Á heimasíðu leikskólans er hægt að skoða nánar um það starf sem við vinnum í umhverfismennt á leikskólanum.

Umhverfismennt

Dósaflipar geta átt frábært framhaldslíf!

Á öllum drykkjadósum eru litlir flipar. Þessir litlu gaurar eru gerðir úr sterkri málmblöndu og þá er hægt að nota í málmbræðslu. Í Danmörku hefur í nokkur ár verið safnað fyrir stoðtækjum handa fólki sem misst hefur útlimi. Verkefnið er fjármagnað með skilagjaldi af flipum sem safnast hafa í "Dósaflipaverkefninu" (Project Dåseringe, sjá hlekk hér að neðan). Vert er að nefna að þó flipinn sé tekinn af dósinni fæst samt fullt skilagjald fyrir hana! Linkurinn á verkefnið https://daaseringe.dk/

Á deildinni okkar er stór krukka sem við setjum í flipana sem börn og kennarar á Bergi koma með að heiman. 

Hægt er að skoða fleiri myndir úr starfinu á Bergi hér